Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óveðursfrí næstu daga
Mánudagur 28. janúar 2008 kl. 09:40

Óveðursfrí næstu daga

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan og vestan átt við Faxaflóann í dag, yfirleitt 8-13 m/s og él. Frost 0 til 7 stig, kaldast í uppsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Gengur smám saman í vaxandi norðaustanátt með snjókomu eða éljum, fyrst á Vestfjörðum, en þurrt og bjart á sunnan- og austanverðu landinu. Víða 15-23 m/s seinni part dags og frost 4 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 15-23 m/s hvassast austantil. Snjókoma eða él og skafrenningur, en heldur hægari og þurrt á Suðurlandi. Frost 7 til 14 stig.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Norðlæg átt og él, en yfirleitt bjartviðri sunnantil. Talsvert frost.


Mynd: Ekki er að sjá að óveðurslægðir muni hrella Suðurnesjamenn þessa vikuna. Björgunarsveitarfólk fær þá væntanlega frí frá því að negla niður þök og hefta fjúkandi hluti. Þessir félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes höfðu í mörg horn að líta í gær. VF-mynd: elg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024