Óveður: Strætó aflýsir ferðum á leiðum 55, 88 og 89
Öllum ferðum Strætó á leiðum 55, 88 og 89 hefur verið aflýst fram eftir degi vegna veðurs. Athugað verður með áframhaldandi akstur eftir klukkan 19:00 í kvöld ef veður leyfir. Hægt er að fylgjast með tilkynningum á vef Strætó.