Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óveður líkt og í febrúar 1991 í aðsigi
Björgunarsveitin Ægir að störfum í Garði. Mynd úr safni.
Laugardagur 29. nóvember 2014 kl. 21:00

Óveður líkt og í febrúar 1991 í aðsigi

Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir að ef veðrið á morgun og fram á mánudag verði eins slæmt og spár gefa til kynna geti það orðið svipað og í alræmdu illviðri í febrúar 1991 sem olli miklu eignatjóni.

„Útlit er fyrir að mjög djúp og kröpp lægð fari skammt fyrir vestan land þótt vissulega sé heldur snemmt að geta sér til um nákvæman ferli lægðarmiðjunnar. Dýpt lægðarinnar, lögun og ferill ráða vitaskuld mestu um hversu slæmt veðrið verður. Talið er líklegast að eftir miðjan dag á morgun gangi í SA storm og jafnvel ofsaveður með slyddu og rigningu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Um kvöldið og nóttina snýst síðan í skammvinna en harða SV-átt um allt land. Veðurhæðin verður hvað mest vestan- og norðvestantil. Um leið kólnar aftur með slyddu og síðar éljum,“ segir Einar í frétt á vef vis.is.

Einar segir að lægðin sem gekk yfir landið í febrúar 1991 hafi verið óvenju kröpp og ekki hafi tekist að spá til fyrir um veðrið sem henni fylgdi. Nú aftur á móti eigi allir að geta verið undirbúnir. Þótt spár séu alltaf spár sé mikilvægt að búa sig undir hið versta að þessu sinni og fylgjast vel með þróun mála.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024