Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óveður hamlaði útlandaflugi
Þriðjudagur 23. október 2007 kl. 18:11

Óveður hamlaði útlandaflugi

Nokkrar tafir urðu á flugi til útlanda í hvassviðrinu í gær þegar vindhraði fór yfir öryggismörk vegna afgreiðslu við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Hvassviðri eins og það sem gekk yfir í gær hefur jafnan ekki áhrif á flugtök og lendingar á flugvellinum. Afgreiðsla við flugstöð takmarkast hins vegar við hámarksvindhraða sem öruggt er að leggja landgöngubrúm í við flugvélar.

Vindhraði í gær náði 27 m á sekúndu í verstu hviðum á Keflavíkurflugvelli en hámark er 25 m/sek. Flugvélar sem lenda við slík skilyrði verða að bíða afgreiðslu þangað til vindstyrkur fer niður í þau mörk sem leyfa notkun landgöngubrúa. Ef flugvélar eru við landgöngubrýr þegar vindur nær slíkum styrk verður að færa brú frá og bíða þess að dragi úr vindi.

Búist er við hvassviðri aftur yfir í kvöld þótt ekki sé spáð álíka vindhraða og varð gær.

Af vef Flugmálastofnunar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024