Óveður á Reykjanesbraut
Hálkublettir og óveður er á Reykjanesbraut þessa stundina. Skil óveðurslægðarinnar í suðvestri fara yfir landið í dag og með þeim hvessir og með hríðarveðri um nánast allt land. Suðvestanlands er vaxandi vindur og versnandi skyggni einkum á fjallvegunum, en á láglendi blotar
Sérstök athygli er vakin á því að á Reykjanesbrautinni er reiknað með mjög hvössum hliðarvindi, á milli kl. 14 og 17 að telja. Veðurhæð þá 22-25 m/s og allt að 35 m/s í hviðum.