Óveður á aðalsviði - myndir
Eins og kunnugt er var dagskrá á hátíðarsviði Ljósanætur aflýst á laugardagskvöld vegna óveðurs. Ljósmyndari Víkurfrétta var við sviðið á laugardagskvöldinu þegar versta veðrið gekk yfir. Eins og sjá má var lítil stemmning fyrir því að halda uppi skemmtidagskrá við þessar aðstæður.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Sviðsbúnaður var orðinn rennandi blautur.
Félagarnir Valdimar og Ásgeir voru að græja „gigg“ á Paddy's þegar ljósmyndari kíkti í bláa gáminn.
Guðmundur Kristinn Jónsson kominn inn í bíl í mesta óveðrinu.