Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óveðrið að ganga niður
Föstudagur 24. október 2008 kl. 09:16

Óveðrið að ganga niður

Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðvestan 10-15 m/s, en 15-20 á Reykjanesi í fyrstu. Heldur hægari síðdegis. Skýjað og stöku él. Norðan 5-10 á morgun og léttir til. Hiti kringum frostmark, en vægt frost á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:
Minnkandi norðanátt með éljum, einkum norðanlands, en bjartviðri syðra. Víða 5-13 m/s um kvöldið og úrkomulítið, en áfram norðvestan hvassviðri við norðausturströndina og éljagangur. Hiti kringum frostmark sunnantil, annars vægt frost.

Á mánudag:
Norðanátt, 13-18 m/s A-til, annars heldur hægari. Úrkomulítið syðra, annars víða él, einkum norðaustanlands. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Stöku él norðantil, en dálítil slydda um landið vestanvert. Víða frostlaust V-til, annars nálægt frostmarki.

Á miðvikudag:
Lítur úr fyrir í norðlæga átt með éljum. Hiti breytist líitið.

Á fimmtudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða bjart veður, en él fyrir austan. Yfirleitt vægt frost.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024