Óvænt flugsýning Rauðu örvanna í Reykjanesbæ!
Rauðu örvarnar héldu óvænta flugsýningu í Keflavík nú um kl. 14. Ellefu þotur sýningarsveitarinnar flugu oddaflug yfir byggðina í Keflavík og Njarðvík áður en lent var á Keflavíkurflugvelli. Flugið var tilkomumikið og víða mátti sjá fólk horfa til himins. Á meðfylgjandi mynd Hilmars Braga má sjá þoturnar ofan við kirkjuturn Ytri-Njarðvíkurkirkju á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli.Flugsveitin er frá Bretlandi og var að koma af sýningu í Bandaríkjunum. Hér er lent til að taka eldsneyti áður en haldið er áfram til Bretlands, þar sem sveitin hefur aðsetur.