Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óútskýrður launamunur grunnlauna 0,8%
Föstudagur 22. apríl 2016 kl. 14:36

Óútskýrður launamunur grunnlauna 0,8%

- Samkvæmt jafnlaunaúttekt hjá Grindavíkurbæ

Óútskýrður launamunur á milli kynjanna er 0,8 prósent af grunnlaunum og 4,7 prósent af heildarlaunum, samkæmt jafnlaunaúttekt hjá Grindavíkurbæ fyrir síðasta ár. Úttektin var framkvæmd í samræmi við framkvæmdaáætlun Jafnréttisstefnu bæjarins og var þetta í fyrsta skipti sem slík úttekt er framkvæmd fyrir Grindavíkurbæ.

Grindavík er í 3. sæti af 49 sveitarfélögum þegar grunnlaun eru borin saman en í 13. sæti hvað varðar heildarlaunin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á vef Grindavíkurbæjar segir að sveitarfélagið sé á réttri leið og að munurinn hafi minnkað töluvert undanfarin ár. Þar segir að telja megi sennilegt að munurinn sem enn standi eftir skýrist helst af arfleifð fortíðar, gömlum samningum sem smám saman hverfa úr kerfinu með nýjum og breyttum áherslum í launamálum kynjanna.

Samkvæmt framkvæmdaáætlun Jafnréttisstefnu Grindavíkurbæjar verður næsta könnun gerð árið 2017.