Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 31. ágúst 2001 kl. 09:03

Otur GK brennnur við Arnarstapa

Smábátur brann í Arnarstapahöfn á Snæfellsnesi og annar bátur skemmdist í eldinum. Um var að ræða Otur GK 212 sem er plastbátur skráður í Sandgerði. Enginn var um borð þegar eldurinn kom upp en heimamaður, sem varð var við reykjarlykt, kom að bátnum í ljósum logum um klukkan 23. Hann kallaði menn sér til aðstoðar og ýttu þeir bátnum út og dældu á hann vatni. Slökkvilið Ólafsvíkur kom skömmu síðar og lauk við slökkvistarfið. Báturinn var fluttur á brott á vörubíl í nótt en hann er mjög illa farinn. mbl.is greindi frá.
Að sögn Björns Arnaldssonar hafnarvarðar hafði Otur verið við veiðar undan Ólafsvík en tveir menn voru á bátnum. Þeir höfðu skömmu áður komið í Arnarstapahöfn og skruppu í land en skildu vélina eftir í gangi þar sem þeir ætluðu að sofa í bátnum um nóttina. Ekki er ljóst hvers vegna eldurinn kom upp.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024