Óttuðust að skip myndi slíta sig laust
Tilkynnt var um skip í Njarðvíkurhöfn í morgun sem óttast var að myndi slíta sig laust í veðurhamnum.
Björgunarsveitarfólk frá Björgunarsveitinni Suðurnes fór á staðinn og kannaði með landfestar. Þær voru nægilega traustar. Í útkallinu var kannað með fleiri landfestar og aðstoð veitt við að festa skip og báta betur.