Óttast um sjómann á handfærabáti – hafði fengið sér blund
Óttast var um afdrif sjómanns, sem var einn á handfærabáti við Sandvík undir morgun.
Báturinn datt út úr sjálfvirka tilkynningakerfinu. Skipverjinn svaraði heldur ekki talstöð eða farsíma. Tilkynningaskyldan kallaði því út björgunarbáta frá Sandgerði og Grindavík, en rétt í þann mund að þeir voru að leggja af stað náðist samband við skipverjann, sem hafðifengið sér kríu um borð. Ekkert amaði að honum og er hann byrjaður að skaka, væntanlega endurnærður eftir blundinn.
www.visir.is greinir frá þessu.
---
VFmynd/elg - Bátar í höfn. Myndin tengist ekki fréttinni.