Óttast um pólska skútu sem var í Keflavík
 Leit stendur yfir að pólskri skútu sem ekki hefur skilað sér til Aberdeen í Skotalandi en hún var að koma frá Íslandi, samkvæmt fréttavef BBC og Morgunblaðið greinir frá á netinu.
Leit stendur yfir að pólskri skútu sem ekki hefur skilað sér til Aberdeen í Skotalandi en hún var að koma frá Íslandi, samkvæmt fréttavef BBC og Morgunblaðið greinir frá á netinu.
Þar kemur fram að skútan, Syrenka, hafi átt að koma til Aberdeen í morgun en ekkert hafi spurst til hennar. Landhelgisgæslan í Færeyjum og Hjaltlandseyjum eru að reyna að ná talstöðvarsambandi við skútuna.
Talið er að skútan hafi farið frá Keflavík á sunnudag.
BBC hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar í Aberdeen að unnið sé að því að vara skip og hafnaryfirvöld við á siglingarleiðinni og sjófarendur beðnir um að svipast um eftir skútunni. 
Landhelgisgæslan kom skútunni til bjargar á dögunum með bilaðan seglbúnað en þá var skútan stödd við Reykjanes. Var hún dregin til Keflavíkur af léttabáti af af varðskipinu Tý. Myndir: Syrenka í höfninni í Keflavík á dögunum. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndir: Syrenka í höfninni í Keflavík á dögunum. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				