Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óttast um öryggi barna sinna vegna ofsaaksturs í Grindavík
Þriðjudagur 15. febrúar 2011 kl. 10:13

Óttast um öryggi barna sinna vegna ofsaaksturs í Grindavík

Tvær mæður við Austurveg í Grindavík óttast um öryggi barna sinna vegna hraðaksturs í götunni. Þær segja aðeins tímaspursmál hvenær alvarlegt slys muni eiga sér stað. Þessu greinir visir.is frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum bara búin að fá nóg. Við erum búin að tala við bæjarstjórinn, byggingarfulltrúa en enginn gerir neitt. Ég get ekki bara setið inn í eldhúsi og beðið eftir að slysið gerist. Það verður að grípa til aðgerða strax," segir Ingibjörg Björgvinsdóttir sem er þriggja barna móðir og býr við Austurveg í Grindavík.

Í sex ár hefur Ingibjörg barist fyrir því að betri hraðahindranir verði settar upp í götunni. Nágranni hennar Guðlaug Medúsalemsdóttir tekur í sama streng. „Það gerist bara ekki neitt," segir hún

Ingibjörg upplifði sjálf þann harm sem fylgir umferðarslysum þegar frændi hennar velti bíl á þessari sömu götu eftir of hraðan akstur. Hún segir að það hefði átt að vekja íbúa til umhugsunar en því miður virðist allt horfið í sama farið. Þær biðli því til bæjaryfirvalda að grípa til aðgerða.

www.visir.is