Óttast um brimbrettakappa við Hafnir
Lögreglan í Keflavík og sjúkrabíll frá Brunavörnum Suðurnesja voru kölluð út að Höfnum nú síðdegis þegar óttast var um brimbrettakappa sem var að stunda íþrótt sína í sjónum skammt frá Kalmanstjörn.
Unnusta mannsins hafði samband við Neyðarlínuna kl. 15:15 en þá hafði hún verið búin að svipast um eftir unnusta sínum í sjónum í um 20 mínútur án árangurs. Í þann mund er lögreglan kom á staðinn náði maðurinn landi en straumurinn bar hann að landi. Að sögn lögreglu var maðurinn kaldur, en vel búinn. Hann mun vera vanur íþróttinni frá útlöndum en aðstæður við Íslandsstrendur væru mun erfiðari og sjórinn kaldari.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík hafði þyrla Landhelgisgæzlunnar verið sett í viðbragðsstöðu, en hún var þó ekki komin í loftið.
Myndir: Frá vettvangi við Hafnir nú síðdegis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Unnusta mannsins hafði samband við Neyðarlínuna kl. 15:15 en þá hafði hún verið búin að svipast um eftir unnusta sínum í sjónum í um 20 mínútur án árangurs. Í þann mund er lögreglan kom á staðinn náði maðurinn landi en straumurinn bar hann að landi. Að sögn lögreglu var maðurinn kaldur, en vel búinn. Hann mun vera vanur íþróttinni frá útlöndum en aðstæður við Íslandsstrendur væru mun erfiðari og sjórinn kaldari.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík hafði þyrla Landhelgisgæzlunnar verið sett í viðbragðsstöðu, en hún var þó ekki komin í loftið.
Myndir: Frá vettvangi við Hafnir nú síðdegis. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson