Óttast frostskemmdir og síminn stoppar ekki hjá pípurum
Síminn hefur ekki stoppað hjá pípulagningamönnum á Suðurnesjum það sem af er degi. Fasteignaeigendur í Grindavík vilja láta blása úr lögnum en Grindavík hefur verið án hitaveitu í um sólarhring. Enginn fær að fara inn í Grindavík fyrr en það telst öruggt.
Benedikt Jónsson, pípulagningameistari hjá Benna pípara ehf., sagði að mjög stuttan tíma þurfa til að frostskemmdir verði. Nú er frost á Suðurnesjum. Í dag er gert ráð fyrir að frostið sé -4 gráður í Grindavík og á bara eftir að aukast þegar líður á vikuna. Þannig er gert ráð fyrir -7 gráðum á morgun þriðjudag og á fimmtudaginn verður frostið komið í -10 gráður. Það er ekki fyrr en á laugardag sem hitatölur komast aftur yfir frostmark en það er bara í stuttan tíma.
Ef mönnum takist ekki að koma aftur heitu vatni á Grindavík þá þurfi píparar að komast í verðmætabjörgun innan tveggja sólarhringa frá því að húsið er án hitaveitu.