Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ótrúlega geggjuð tilfinning
Guðbergur tók auðvitað Hraun með sér á gosstöðvarnar. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru frá honum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 22. mars 2021 kl. 11:16

Ótrúlega geggjuð tilfinning

-segir Guðbergur Reynisson sem fór að gosstöðvum á fjórhjóli

„Það er ótrúlega geggjuð tilfinning að sjá krafta náttúrunnar leysast úr læðingi. Þetta er gossprunga með 7 goskötlum og eru 5 þeirra slökknaðir en einn lítill og miðjuketillinn er mjög aktívur. Að sjá þetta líka í ljósaskiptum er ótrúlegt,“ segir Guðbergur Reynisson sem fór upp að gosstöðvunum í Geldingardal á laugardag á fjórhjóli með nokkrum félögum sínum

„Það er ótrúlegt hversu mikið aðdráttarafl þetta gos hefur. „Ég hafði ákveðið að halda mig til hlés en þegar Ruv óskaði eftir aðstoð drifum við okkur nokkrir uppeftir. Við fórum svo ferðafélagar í Melrökkum og kíktum upp í gosstöðina aftur og maður verður agndofa þó þetta sé í annað sinn. Eina sem mér finnst neikvætt er hve illa búið sumt fólk er sem er að ganga yfir Fagradalsfjallið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég hef heyrt að besta leiðin sé inn í Leirdal og upp í norðaustur horninu þar og sé bara hálftíma gangur frá Leirdal að gosstaðnum. Fólk má ekki vanmeta náttúruna hún refsar ef ekki er borin virðing, veður geta breyst og ef fólk fer illa búið þá fer illa. En hafandi farið að gosstaðnum get ég vel skilið áhugann ég ætla fara nokkrum sinnum enn að minnsta kosti.“

Mikið fjölmenni sótti gosið heim á laugardag og sunnudag. 

Guðbergur Reynisson með gosið í baksýn.

Það er fljótlegt að skjótast á fjórhjólum að gosstöðvum.