Óþekktur karlmaður í gæsluvarðhaldi
Vegna gruns um hafa framvísað fölsuðu vegabréfi. Maðurinn var á leið til Toronto í Kanada.
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því á sunnudag þar sem karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. ágúst vegna gruns um hafa framvísað fölsuðu bresku vegabréfi. Hann var stöðvaður á Keflavíkurflugvelli við vegabréfaskoðun en maðurinn var á leið til Toronto í Kanada.
Í úrskurði Héraðsdóms sagði að rannsókn málsins sé á frumstigi. Lögregla hafi engar upplýsingar um hver maðurinn er. Tekin voru af honum fingraför og er nú beðið staðfestingar frá erlendum löggæsluyfirvöldum um hvort maðurinn sé þekktur í gagnagrunnum og hvort hægt sé að finna út hver hann sé í raun og veru.