Ótækt að skerða framlög
Bæjarráð Sandgerðis lýsir yfir miklum áhyggjum yfir sparnaðartillögum sem fram hafa komið að undanförnu vegna HSS. Bæjarráð telur nauðsynlegt að leiðrétta framlög til HSS enda hafi ekki verið tekið tillit til mikillar íbúafjölgunar frá árinu 2005. Niðurskurður muni bitna harkalega á m.a. skurðstofu. Miðað við aðstæður í þjóðfélaginu telur bæjarráð ótækt að skerða framlög til heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs frá fundi þess á mánudaginn.