Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Óstundvísi aukist örlítið
Föstudagur 3. ágúst 2012 kl. 12:45

Óstundvísi aukist örlítið

Stundvísi Icelandair, Iceland Express og WOW air var góð fyrri hluta sumars. Síðastliðin hálfan mánuð lækkaði þó hlutfall þeirra ferða sem voru á áætlun samanborðið við vikurnar á undan. Minnst hjá Iceland Express. Var félagið á réttum tíma í 91 prósent tilvika og voru tafirnar litlar. Hjá Icelandair og WOW air voru um átta af hverjum tíu ferðum á áætlun. Meðaltöf á brottförum þess síðarnefnda var 33 mínútur en 11 mínútur hjá Icelandair. Ástæðan er umtalsverð seinkun á nokkrum ferðum félaganna frá landinu. Vefsíðan túristi.is gerði úttekt á stundvísi flugfélaganna.

Í júlí er nóg að gera á Keflavíkurflugvelli því þá nær straumur ferðamanna til landsins hámarki. Til marks um það voru ferðir Icelandair, til og frá landinu, hátt í eitt þúsund talsins á seinni hluta mánaðarins. Það er nærri því fjórum sinnum fleiri flug en Iceland Express og WOW air fóru samanlagt.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Stundvísitölur Túrista, 16. til 31. júlí (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta júlí).

16. - 31. júlí.

Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma Meðalbið alls
Icelandair 84% (92%) 11 mín (3 mín) 80% (88%) 10 mín (3 mín) 82% (90%) 10 mín (3 mín)
Iceland Express 94% (96%) 2 mín (3 mín) 88% (91%) 2 mín (12 mín) 91% (94%)

2 mín (8 mín)

WOW air 77% (95%) 33 mín (0,5 mín) 85% (98%) 6 min (1 mín) 81% (96%) 19 mín (1 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25