Óstöðugleiki sendi tvo á sjúkrahús
Tveir ölvaðir aðilar þurftu að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt laugardagsins vegna meiðsla sem þeir hlutu. Um var að ræða áverka sem hlutust vegna óstöðugleika viðkomandi, segir á upplýsingavef lögreglunnar í Keflavík.






