Össur: Helguvíkursinnar geta sofið rólegir
Helguvíkursinnar geta sofið rólegir, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í samtali við Víkurfréttir, spurður um afstöðu nýrrar ríkisstjórnar til álversbyggingar í Helguvík. Hann áréttar að álversframkvæmd í Helguvík sé ekki ný áform. Framkvæmdir í Helguvík séu komnar af stað.
„Þetta er þaulrætt, og skilið sameiginlega af forsvarsmönnum nýju ríkisstjórnarinnar. Helguvíkursinnar geta sofið rólegir en andstæðingar bylt sér og svitnað,“ segir Össur í svari við fyrirspurn Víkurfrétta.