Ósnortin náttúra á mesta þéttbýlissvæði landsins
-nýtt myndband um Reykjanesskagann og náttúruvernd
Reykjanesskaginn er í forgrunni í nýju myndbandi sem náttúruljósmyndarinn Ellert Grétarsson hefur unnið fyrir Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands.
Myndbandinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um gildi náttúruverndar á Reykjanesskaga sem hafi að geyma stórbrotna náttúru á mesta þéttbýlissvæði landsins. Í því felist mikil verðmæti og lífsgæði að eiga ósnorta náttúru aðeins steinsnar að heiman.