Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

OSN Lagnir með pípulagnir í jörð við Hellisheiðarvirkjun
Þriðjudagur 22. nóvember 2005 kl. 09:07

OSN Lagnir með pípulagnir í jörð við Hellisheiðarvirkjun

Fyrirtækið OSN Lagnir í Reykjanesbæ hefur tekið að sér í undirverktöku lagningu og fullvinnslu pípulagna í jörð við Hellisheiðarvirkjun. Um er að ræða plastlagnir af ýmsum stærðum þar af PP 1200mm og PE 1600mm lagnir. OSN Lagnir eru undirvarktaki ÞG-Verktaka ehf, sem í vor hóf verklegar framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga Heillisheiðarvirkjunar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.

Til þessa verkefnis keypti OSN Widos HGR 1600mm suðuvél til smíða á fittings og samsuðu lagna. Verð þessarar vélar er 9.8 miljónir kr. Er þessi suðuvél sú fullkomnasta og jafnframt sú stæsta á landinu í dag.

Fyrir á OSN Lagnir suðuvélar sem geta soðið saman lagnir frá 0.25mm til 1000mm. Með tilkomu nýju vélarinnar, sem getur soðið saman lagnir frá 1000mm, er spannað bilið frá 1000mm til 1600mm.

Í þennan verkþátt buðu Reykjalundi-plastiðnaður hf, SET ehf og OSN lagnir ehf. Voru öll tilboðin áþekk að verðlagi. Var gengið frá samkomulagi við OSN Lagnir, þar sem mikil reynsla á sambærilegri lagnavinnu er til hjá fyrirtækinu, svo og tækjabúnaður til að leysa slík verkefni.

Frá þessu er greint á vef fyrirtækisins og þaðan er myndin einnig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024