Óslasaðir eftir árekstur og bílveltu
Um kl. 06:00 í mrogun var tilkynnt um árekstur og bílveltu á Reykjanesbraut við gatnamót Grindavíkurvegar. Lögregla, sjúkrabifreið og tækjabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja fóru á staðinn. Árekstur varð með jeppabifreið og fólksbifreið sem komu úr gagnstæðum áttum og voru ökumenn einir á ferð þ.e. engir farþegar. Ökumenn voru fluttir með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en meiðsli þeirra eru talin minniháttar. Bifreiðarnar voru óökufærar og fluttar með dráttarbifreið.