Öskubakki nálgast Reykjanesbæ
Eins og glöggir Suðurnesjamenn hafa tekið eftir þegar horft er til austurs þá hefur öskuský frá gosinu í Grímsvötnum verið að nálgast Reykjanesið nú síðdegis. Einar Guðberg, íbúi við Pósthússtræti í Keflaví sendi okkur þessa mynd sem tekin var núna kl. 23:00. Hún sýnir vel hvernig öskubakkinn nálgast óðfluga og má því gera ráð fyrir öskufalli á Suðurnesjum í nótt.