Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óskir um aukin stöðugildi
Þriðjudagur 19. febrúar 2008 kl. 13:56

Óskir um aukin stöðugildi

Skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hefur ítrekað óskir sínar í Fræðsluráði um um auknar stöðuheimildir. Ástæðan er fjölgun barna í bæjarfélaginu, biðlistar og námsskrárkröfur. Þá er aðkallandi er að auka við kennslu i tónfræðum og píanóleik vegna námskrárkrafna og biðlista í gítarnámi og blásturshljóðfærum. Þá hafa verkefni skólaritara, sem er nú í 50% starfshlutfalli, aukist verulega.
Fræðsluráð leggur til að óskir skólastjóra verði skoðaðar með tilliti til tekna og kostnaðaraukningar.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024