Óskemmtileg aðkoma
Einhvern veginn er það svo að gæsluvellir virðast hafa sérstakt aðdráttarafl á skemmdarvarga. Gæsluvöllurinn við Miðtún fer ekki varhluta að því en hún var heldur óskemmtileg aðkoman þar á þriðjudagsmorguninn.
Búið var að brjóta rúður og hvolfa úr sorptunnu ofan í sandkassa barnanna. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem umræddur gæsluvöllur verður fyrir barðinu skemmdarvörgum.
Ekki er vitað voru þarna að verki en atvikið hefur verið kært til lögreglu.
VF-myndir: Ellert Grétarsson