Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Óskar segir skilið við Framsóknarflokkinn
Miðvikudagur 4. október 2017 kl. 12:39

Óskar segir skilið við Framsóknarflokkinn

Óskar Þórmundsson hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn. Óskar á sæti í miðstjórn flokksins og er varamaður í laganefnd. Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Þar segir:

„Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að ganga úr Framsóknarflokknum og láta af þeim trúnaðarstörfum sem ég gegni fyrir flokkinn. Þetta er ekki gert í fljótræði, heldur hef ég tekið mér nokkra daga til velta þessu fyrir mér. Eftir áratuga starf er þetta ekki létt skref að stíga og með söknuði segi ég skilið við minn góða flokk og það yndislega fólk sem með mér hefur starfað í áratugi, en fyrir orð og störf Ólafs heitins Jóhannessonar gekk ég ungur í Framsóknarflokkinn.  

Á löngum tíma hefur mér verið trúað fyrir ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins m.a. kosinn formaður Framsóknarfélags Njarðvíkur, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ og fyrsti formaður Suðurkjördæmis við kjördæmabreytinguna 2001. Ég sat um tíma í blaðstjórn Tímans, landsstjórn og sit nú í miðstjórn og er varamaður í laganefnd“.

Þá segir Óskar í yfirlýsingunni að hann hafi íhugað að ganga til liðs við Miðflokkinn og stofnandann Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Hann hefur sýnt og sannað að hann er sá stjórnmálamaður sem hugsar í lausnum og hefur kjark og áræðni sem til þarf,“ segir í yfirlýsingu Óskars Þórmundssonar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024