Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óskar leyfis til frekari uppbyggingar
Frá tjaldstæðinu í Sandgerði. Mynd af vef i-Stay ehf.
Mánudagur 4. janúar 2016 kl. 09:23

Óskar leyfis til frekari uppbyggingar

- á tjaldstæðinu í Sandgerði

Bæjarráð Sandgerðis hefur vísað erindi i-Stay ehf. um leyfi til frekari uppbyggingar er vísað til sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingarmála og jafnframt til umsagnar í húsnæðis-, skipulags- og byggingarráði og atvinnu-, ferða- og menningarráði Sandgerðisbæjar.

Jónas Ingason frá I-Stay var gestur Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar og fór hann yfir hugmyndir fyrirtækisins. Ráðið fagnar því framtaki sem hér er á ferðinni í ferðaþjónustu í bænum og þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað. „Þessar framkvæmdir falla vel að markmiðum um eflingu ferðaþjónustu í Sandgerði. Ráðið bendir á að nauðsynlegt gæti verið að endurskoða samning við I-Stay í ljósi þessarar uppbyggingar og að í því sambandi þurfi að gæta að jafnræði á milli aðila í ferðaþjónustu í Sandgerði,“ segir í afgreiðslu Atvinnu-, ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024