Óskað eftir vitnum
Ekið var á kyrrstæða rauða fólksbifreið af gerðinni Nissan sem lagt var í stæði við Skólaveg hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 30. ágúst. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna um áreksturinn, en þrátt fyrir að auglýst hafi verið eftir vitnum hefur enginn gefið sig fram.
Málið er allt hið bagalegasta fyrir eiganda bifreiðarinnar sem nú þarf að bera kostnað af slysinu alein.
Því eru þeir sem geta gefið upplýsingar um atvikið beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 894-0620.
Málið er allt hið bagalegasta fyrir eiganda bifreiðarinnar sem nú þarf að bera kostnað af slysinu alein.
Því eru þeir sem geta gefið upplýsingar um atvikið beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík í síma 894-0620.