Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óskað eftir upplýsingum um veikindaleyfi vegna myglu í Holtaskóla
Föstudagur 20. janúar 2023 kl. 06:51

Óskað eftir upplýsingum um veikindaleyfi vegna myglu í Holtaskóla

Óskað hefur verið eftir upplýsingum um hversu margir kennarar í Holtaskóla hafi farið í tímabundið leyfi eða ótímabundið veikindaleyfi vegna heilsuspillandi umhverfis en bókun um málið var lögð fram á 358. fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar, 13. janúar. 

„Í upphafi er rétt að árétta að fræðsluráð hlutast ekki til um daglegan rekstur og starfsemi þeirra stofnana sem heyra undir ábyrgðar- og eftirlitssvið ráðsins. Í erindisbréfi ráðsins kemur það skýrt fram í 17. grein.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fræðsluráð hefur því ekki aðgang að þeim upplýsingum sem óskað hefur verið eftir enda um að ræða viðkvæmar upplýsingar um heilsufar einstakra starfsmanna sem getur varðað lög og ákvæði um persónuvernd. Þá er fræðsluráði ekki kunnugt um að veikindi starfsfólks á sviðinu séu flokkuð með þeim hætti sem getið er um í fyrirspurninni.“