Óskað eftir tilnefningum fyrir Ljósahúsið 2004
Á vef Reykjanesbæjar eru íbúar minntir á hina árlegu samkeppni um Ljósahúsið sem haldin er af Menningar-, íþrótta- og tómstundasviði í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja.
Óskað er eftir tilnefningum í eftirtöldum flokkum:
Ljósahús 2004
Sérstakt jólahús
Jólaglugginn
Fallegasta skreytta raðhúsið
Fallegasta skreytta fjölbýlishúsið
Fallegasta skreytta gatan
Hægt er að koma tilnefningum til dómnefndar á netfangið: [email protected] eða hringja þær inn í síma 421 6700. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 14.00 mánudaginn 13. desember. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 16. desember kl. 18.00 í Duushúsum.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir ljósahús Reykjanesbæjar 2004 og eru bæjarbúar hvattir til þess að mæta við verðlaunaafhendinguna og gæða sér á heitu súkkulaði á aðventu.
Mynd úr safni VF