Óskað eftir tilboðum í tímabundið húsnæði fyrir grunnskóla
Reykjanesbær auglýsir í dag eftir tilboðum í uppsetningu og fullnaðarfrágang á tímabundnu húsnæði fyrir nýjan grunnskóla í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Húsnæðið verður á einni hæð og er flatarmál þess um 600 fm. Í húsnæðinu verða þrjár kennslustofur, matsalur og eldhús, kennarastofa og önnur stoðrými.
Miða skal við að auðvelt sé að fjarlægja húsnæðið og setja upp á öðrum stað þegar fyrirhugaðri notkun þess lýkur. Bjóðendur geta boðið mismunandi byggingaraðferðir. Húsnæðið skal standast þær sömu kröfur og almennt gildir um húsbyggingar á Íslandi. Verklok miðast við 15.ágúst 2017.
Nánar má kynna sér útboðið á vef Reykjanesbæjar.