Óskað eftir þátttöku í Frístundahelgi í Reykjansbæ
Frístundahelgi verður haldin í annað sinn í Reykjanesbæ dagana 14. - 16. maí 2004. Þátttaka félaga, klúbba og fyrirtækja var mjög góð fyrir árið og gaf helgin þeim kærkomið tækifæri til að kynna starfsemina fyrir almenningi. Því hefur verið ákveðið að endurtaka Frístundahelgina og hefur Gísli H. Jóhannsson verið ráðinn tímabundið verkefnastjóri Frístundahelgar, en hann mun einnig taka virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd ljósanætur 2004.
Þessa sömu helgi verður handverkssýning í íþróttahúsinu við Sunnubraut og handverkssýning eldri borgara í Selinu við Vallarbraut.
Áhugasamir geta skráð þátttöku í 894 2281 eða sent póst á netfangið: [email protected] fyrir 4. maí 2004.
Þessa sömu helgi verður handverkssýning í íþróttahúsinu við Sunnubraut og handverkssýning eldri borgara í Selinu við Vallarbraut.
Áhugasamir geta skráð þátttöku í 894 2281 eða sent póst á netfangið: [email protected] fyrir 4. maí 2004.