Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óska heimildar til stækkunar á safnaðarheimili
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 09:30

Óska heimildar til stækkunar á safnaðarheimili

Njarðvíkurkirkja hefur óskað heimildar til stækkunar safnaðarheimilis í Innri-Njarðvík í samræmi við frumdrög JeES arkitekta og að heimilt verði að grenndarkynna áformin.

Í vinnslu er breyting á deiliskipulagi fyrir kirkjugarðinn í Innri-Njarðvík. Erindi Njarðvíkurkirkju er vísað til deiliskipulagsvinnunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að skipulagsmörk verði stækkuð og safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju verði hluti af deiliskipulagi fyrir kirkjugarðinn í Innri-Njarðvík.