Óska heimildar til niðurrifs Vallarbrautar 12
Sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar hefur óskað eftir heimild frá bæjarráði Reykjanesbæjar til niðurrifs á Vallarbraut 12 í Njarðvík. Húsið þjónaði áður sem búningsaðstaða Njarðvíkur við gamla knattspyrnuvöll liðsins. Njarðvík hefur afsalað sér afnotarétti af húsnæðinu
Fjarlægja þarf húsið af lóðinni, sem er eigu Klasa. Félagið er að fara hefja uppbyggingu á lóðinni.
Nú hefur verið óskað eftir því við bæjarráð Reykjanesbæjar að fá að auglýsa húsnæðið til sölu, flutnings eða niðurrifs. Það yrði gert með sama hætti og þegar Brautarnesti var fjarlægt, segir í umsókn umhverfissviðs.