Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óska ekki eftir fjárhagsstjórn
Föstudagur 5. febrúar 2016 kl. 16:03

Óska ekki eftir fjárhagsstjórn

- Viðræður við kröfuhafa Fasteignar hafa aðeins þokast

„Viðræðum síðustu daga hefur miðað í rétta átt og höfum við ákveðið að halda þeim áfram. Því verður ekki leitað eftir því, að svo komnu máli, að Reykjanesbæ verði skipuð fjárhagsstjórn,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri.
 
Sagt var frá því í tilkynningu frá Reykjanesbæ í gær að stærsta kröfuhafa Reykjanesbæjar, kröfuhöfum Eignarhaldsféalgsins Fasteingar ehf., Glitni HoldCo ehf. fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, Landsbankanum hf. og Íslandsbanka hf. yrði veittur frestur til dagsins í dag til að bregast við tillögu Reykjanesbæjar um afmörkun á skuldavanda sveitarfélagsins. Viðræður við kröfuhafa hafa staðið yfir síðan í marsmánuði 2015 þegar tilkynnt var að Reykjanesbær hefði hafið viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu bæjarins.
 
Í tilkynningu frá Reykjanesbæ í dag segir að nú muni vinna við fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnana sveitarfélagsins halda áfram. Rætt verði við aðra kröfuhafa bæjarfélagsins og stofnana þess á grundvelli viðræðna við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. Allt kapp verður lagt á að ljúka viðræðunum eins fljótt og auðið er.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024