Mánudagur 17. október 2016 kl. 15:33
Óska eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi
Vegna rannsóknar óskar lögreglan á Suðurnesjum eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi, sem átti sér í dag á Reykjanesbraut, skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Þeir sem geta veitt upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2299.