Óska eftir upplýsingum frá Hitaveitu Suðurnesja
Á bæjarstjórnarfundi í gær lögðu bæjarfulltrúar minnihlutans fram bókun þar sem þeir óska eftir upplýsingum frá Hitaveitu Suðurnesja varðandi verðkönnun Neytendasamtakanna á rafmagni og heitu vatni. Bæjarfulltrúarnir lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Við undirritaðir bæjarfulltrúar í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar óskum eftir greinargerð frá Hitaveitu Suðurnesja vegna verðkönnunar Neytendasamtakanna á rafmagni og heitu vatni og birtist þann 25. nóvember sl. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um mikinn verðmun á heitu vatni sem fram kemur í könnunni.
Greinargerð:
Þann 25. nóvember sl. birtist á heimasíðu Neytandasamtakanna verðkönnun á rafmagni og heitu vatni til heimila í 10 bæjarfélögum. Helstu niðurstöður úr þessari könnun eru þær að Hitaveita Suðurnesja er með lægsta raforkuverðið. Þegar borið er saman verð á heitu vatni er Hitaveita Suðurnesja með hæsta verð. Munar 73,8% á verði Hitaveitu Suðurnesja og lægsta verði. Þegar borinn er saman kostnaður fyrir hita og rafmagn er Hitaveita Suðurnesja dýrust.
Munar þar 29,1% á verði Hitaveitu Suðurnesja og lægsta verði. Íbúar Suðurnesja hafa löngum talið sig búa við lágan húshitunarkostnað en í þessari verðkönnun kemur allt annað í ljós.
Reykjanesbæ 3. desember 2002.“
Bæjarfulltrúarnir Guðbrandur Einarsson, Ólafur Thordersen,
Sveindís Valdimarsdóttir, Kjartan M. Kjartansson og Jóhann Geirdal rituðu undir bókunina.
„Við undirritaðir bæjarfulltrúar í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar óskum eftir greinargerð frá Hitaveitu Suðurnesja vegna verðkönnunar Neytendasamtakanna á rafmagni og heitu vatni og birtist þann 25. nóvember sl. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um mikinn verðmun á heitu vatni sem fram kemur í könnunni.
Greinargerð:
Þann 25. nóvember sl. birtist á heimasíðu Neytandasamtakanna verðkönnun á rafmagni og heitu vatni til heimila í 10 bæjarfélögum. Helstu niðurstöður úr þessari könnun eru þær að Hitaveita Suðurnesja er með lægsta raforkuverðið. Þegar borið er saman verð á heitu vatni er Hitaveita Suðurnesja með hæsta verð. Munar 73,8% á verði Hitaveitu Suðurnesja og lægsta verði. Þegar borinn er saman kostnaður fyrir hita og rafmagn er Hitaveita Suðurnesja dýrust.
Munar þar 29,1% á verði Hitaveitu Suðurnesja og lægsta verði. Íbúar Suðurnesja hafa löngum talið sig búa við lágan húshitunarkostnað en í þessari verðkönnun kemur allt annað í ljós.
Reykjanesbæ 3. desember 2002.“
Bæjarfulltrúarnir Guðbrandur Einarsson, Ólafur Thordersen,
Sveindís Valdimarsdóttir, Kjartan M. Kjartansson og Jóhann Geirdal rituðu undir bókunina.