Óska eftir stofnframlagi vegna uppbyggingar í Sandgerði
	Bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur óskað eftir fundið hið fyrsta með fulltrúum Bjargs leigufélags.
	Fyrir liggur umsókn frá félaginu um stofnstyrk frá sveitarfélaginu vegna uppbyggingar á 11 íbúða fjölbýlishúsi í Sandgerði.
	Bjargi er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB, aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norænni fyrirmynd.
				
	
				
	
			

						
						
						
						
						
						
