Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óska eftir deiliskipulagi vegna tilraunaborana við Eldvörp
Fimmtudagur 8. mars 2012 kl. 09:41

Óska eftir deiliskipulagi vegna tilraunaborana við Eldvörp

HS Orka hefur óskað eftir því við Grindavíkurbæ að vinna hefjist við deiliskipulag vegna tilraunaborana við Eldvörp í Grindavík.
Lögð var fram til afgreiðslu lýsing og matslýsing vegna borteiganna á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á dögunum drög að skipulagslýsingu og leggur til að vinna við deiliskipulagið verði hafin. Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu skipulags- og umhverfisnefndar samhljóða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024