Óska eftir akstursíþróttasvæði

Unnið er að stofnun akstursíþróttafélags í Sandgerði. Félagið, sem fengið hefur heitið Sandcross, hefur sóst eftir því að fá úthlutuðu svæði fyrir akstursíþróttir. Með því vill félagið draga úr akstri vélhjóla og fjórhjóla á götum bæjarins. Málið er nú í meðförum bæjaryfirvalda og hefur verið vísað til tómstundaráðs.
VFmynd/elg.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				