Ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum og í Efstahrauni
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt tillögu skipulagsnefndar bæjarins í framhaldi af óskum um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum og felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að senda íbúum við Gerðavelli og aðliggjandi gatna bréf með tillögunni til kynningar. Íbúum sé gefinn kostur á að skila inn athugasemdum innan 2 vikna.
Þá verður einnig ráðist í hraðatakmarkandi aðgerðir við Efstahraun og geta íbúar þar einnig skilað inn athugasemdum innan tveggja vikna.