Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ósk um bogfimiaðstöðu hafnað
Þriðjudagur 18. nóvember 2014 kl. 09:36

Ósk um bogfimiaðstöðu hafnað

– Bogar falla undir vopnalög og bogfimi þarf viðurkennt félag innan ÍSÍ

Erindi systranna Sigurbjargar Erlu og Guðbjargar Viðju Pétursdætra um bogfimiaðstöðu í Sveitarfélaginu Vogum hefur verið hafnað. Þær lögðu í haust fram beiðni um aðstöðu til iðkunar bogfimi í sveitarfélaginu.

Bæjarráð vísaði erindinu til Frístunda- og menningarnefndar með ósk um að málið yrði skoðað.

Frístunda- og menningarnefndin telur ekki unnt að koma upp slíkri aðstöðu af eftirtöldum ástæðum. Bogfimi þarf að vera stunduð af viðurkenndu félagi innan ÍSÍ en ekkert slíkt félag er starfandi á Suðurnesjum. Bogar falla undir vopnalög nr. 16/1998. Þá segir nefndin að öflug bogfimifélög séu starfandi á höfuðborgarsvæðinu og vonandi verður slíkt félag til á svæðinu innan tíðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024