Ósk KE yfir 100 tonna múrinn
Ósk KE er fyrsti netabáturinn til að komast yfir 100 tonnin á þessari vertíð og var í upphafi vikunnar aflahæstur netbáta með tæp 110 tonn eftir 13 róðra samkvæmt samantekt aflafrettir.com. Þar af fiskaði báturinn 26 tonn í tveimur róðrum. Ósk hefur landað í Keflavík. Erling KE er í þriðja sæti listans með 97 tonn eftir 9 róðra en hann landar í Njarðvík.
www.aflafrettir.com