Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Óseld málverk enduðu á brennu
Sunnudagur 5. september 2004 kl. 00:32

Óseld málverk enduðu á brennu

Mjög sérstakt listaverkauppboð átti sér stað í Keflavík í kvöld. Listakonan Inga Rósa Loftsdóttir seldi málverk sín á sjávarkambinum neðan Hafnargötunnar. Þau verk sem ekki seldust enduðu tilvist sína á brennu. Mörgum málverkum var bjargað frá því að brenna á báli en önnur, úrvalsverk, fuðruðu upp á brennu sem hafði verið hlaðin á bakkanum.
Listakonan seldi verk sín ekki dýrt, en mörg þeirra fóru á 1000 kr. og rúmlega það. Vonandi að Inga Rósa hafi a.m.k. haft fyrir málningu og striga.

Frá listaverkabrennunni í kvöld. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024