Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ósannindi og lítilsvirðing við Suðurnesjamenn
Föstudagur 29. mars 2013 kl. 13:17

Ósannindi og lítilsvirðing við Suðurnesjamenn

„Það eru okkur gríðarleg vonbrigði að ekki skuli hafa verið gætt jafnræðis á milli stuðnings við Helguvík og Bakka. Frumvarp um Bakka var smíðað og lagt fram af ríkisstjórninni og sagt að hið sama hafi verið undirbúið um
Helguvík. Miðað við frumvarpið um Bakka þýðir þetta fjárstyrki við hafnarframkvæmdir, lóðagerð, vegagerð og þjálfunarstyrki fyrir á fjórða milljarð króna. Nú varð frumvarpið um Bakka að lögum á lokadegi þingsins. Í
ljós kemur svo að þetta átti ekki að gilda um okkur, þetta voru ósannindi, ekkert frumvarp var í undirbúningi um Helguvík,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann er ósáttur við að Helguvík njóti ekki jafnræðis á við Bakka eins og boðað var nú á síðustu vikum þingsins.

„Ríkisstjórnin er fallin á tíma með að ná fram lögum um þetta líkt og hún gerði um Bakka. Þrátt fyrir
yfirlýsingar um „jafnræði“ var ekkert frumvarp um Helguvík lagt fram af ríkisstjórninni en Bakka-frumvarpið gert að forgangsmáli og gert að lögum á lokadegi þingsins,“ segir Árni og bætir við:

„Það er ánægjulegt fyrir Norðanmenn og ástæða til að fagna með þeim. En í þessu er lítilsvirðing við sjónarmið okkar Suðurnesjamanna. Við höfum í mörg ár leitað eftir stuðningi við þetta verkefni okkar í Helguvík, sem getur umbylt atvinnuástandi hér og stóraukið tekjur á annað þúsund manna. Í trausti þess að skilnings gæti hjá
stjórnvöldum á slíkri umbyltingu fyrir svæðið höfum við sjálf lagt í miklar framkvæmdir og mikinn kostnað. Ég vil taka fram að ég tel Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra hafa lagt sig fram um þetta á lokasprettinum en greinilega enginn undirbúningur eða vilji af hálfu ríkisstjórnarinnar,“ segir Árni Sigfússon að endingu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024