Ósabotnavegur slitlagður
Framkvæmdir við lagningu slitlags á Ósabotnaveg hefjast eftir helgi. „Loksins,“ segja Sandgerðingar sem hafa beðið eftir þessum vegi óralengi. Hann var lagður fyrir örfáum árum með grófu undirlagi sem skapraunað hefur mörgum ökumanninum er um veginn hafa ekið. Nú stendur sumsé til að fullklára verkið og á því að vera lokið fyrir 1. október.
Mynd/elg: Fuglalíf við Ósabotna. Nú verður hægt að aka þar um án þess að eiga á hættu að sprengja dekk eða stúta dempara.