Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öryggisreglur valda misskilningi í Leifsstöð
Þriðjudagur 15. ágúst 2006 kl. 14:17

Öryggisreglur valda misskilningi í Leifsstöð

Margir brottfararfarþegar í Leifsstöð hafa ekki þorað að versla á frísvæðinu í flugstöðinni í morgun af ótta við að brjóta reglur en sá ótti er byggður á misskilningi.

Að sögn Elínar Árnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Flugstöðvarinnar, hafa allar vörur á fríðsvæðinu verið vopna- og sprengjuskoðaðar og geta farþegar því keypt þær að vild og haft með sér út í vélarnar. Farþegar til Bandaríkjanna fá hinsvegar vörurnar ekki afhentar fyrr en við útgang í vélarnar.

Breytingarnar í Leifsstöð þýða einnig að farþegar á leið til útlanda þurfa að vakna heilli klukkustundu fyrr á nóttunni en ella til að verða við þeim tilmælum löggæslunnar á flugvellinum að mæta að minnsta kosti tveimur klukkustundum fyrir flug í flugstöðina, vegna ítarlegrar vopnaleitar.

Kynnnisferðir, sem reka flugvallarrúturnar, búast við að aðalálagið, sem hefur verið með rútunum klukkan 5.15 og 5.30 færist nú framar í nóttina eða nær miðnættinu. Þá þurfa morgunverðarborð á hótelum að vera tilbúin töluvert fyrr en vant er.

www.visir.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024